Verslun

Verslun og söludeild Pronet er við Ögurhvarf 2 í Kópavogi. Þar bjóðum við ráðgjöf varðandi tæknilausnir, búnað, lagnir og lagnaleiðir.

Í verslun okkar bjóðum við einnig öryggismyndavélar, öryggiskerfi, tæki og áhöld til lagna og mælinga, tengibúnað og lagnaefni. Vöruúrvalið og verðlista má sjá á vörusíðum Pronet.is.


 

Þjónusta

Pronet rekur öfluga framkvæmdadeild með vel menntuðum starfsmönnum sem búa yfir viðamikilli reynslu úr tæknigeiranum. Tækjabúnaður okkar samanstendur af nýjustu og bestu tækjum sem völ er á, og starfsmenn okkar eru þrautþjálfaðir i þvi að leysa öll verkefni, stór sem smá, hvort sem verkefnið er að byggja nýtt kerfi, eða mæla, taka út og viðhalda eldri kerfum. 


 

Heildsala

Við hjá Pronet leggjum mikla áherslu á að bjóða verslunum, fyrirtækjum, verktökum og öðrum stórnotendum upp á hagstæð verð og góða þjónustu.
Við bjóðum einnig upp á sérpöntunarþjónustu á sérhæfðu efni og vörum sem við liggjum ekki með á lager.